Hönnun
Tvö fjölbýlishús ásamt raðhúsum staðsett steinsnar frá gylltri fjörunni og sannkölluð paradís fyrir náttúruunnendur á Álftanesi. Fjölbýlishúsin eru lyftuhús þar sem hver íbúð er með sér inngangi.
Í raðhúsunum er sú nýlunda að í miðju hvers húss er garður sem hleypir inn birtu, svæði þar sem hægt er að tengja við náttúruöflin og ná jafnvægi eftir eril dagsins.
Um Fjölbýlishús
- Fjölbýlishúsin samanstanda af tveimur 25 íbúða húsum með 3-4 herbergja íbúðir.
- Allar íbúðir eru á einni hæð með anddyri, salerni, eldhúsi, stofu og íverurýmum ásamt svölum eða sérafnotareit.
- Fjölbýlishúsin eru staðsteypt, einangruð að utan og klædd með veðurþolinni, viðhaldslítilli klæðningu.
- Fjölbýlishúsin eru á þremur hæðum og því lyftuhús.
Um Raðhús
- Raðhús miðast við að notað séu efni sem þurfa lítið viðhald ásamt því að nota krosslímdar timbureiningar til uppbygginga á burðarvirki.
- Raðhúsin eru einangruð að utan og klædd með veðurþolinni, viðhaldslítilli klæðningu.
- Húsin eru sambyggð rað- og parhús, 20 íbúðir. Komið er inn um aðalinngang inn í anddyri þar sem er gestasalerni og herbergi ásamt anddyrisskápum, frá anddyri er komið inn í alrými þar sem stigi bindur saman hæðir og eldhús, stofa og borðstofa eru í sameiginlegu opnu rými. Stórir gluggar veita birtu inni í stofu og borðstofu. Á efrihæð er sjónvarpshol, baðherbergi, þvottahús og herbergi. Síðir og stórir gluggar veita birtu á milli hæða um ljósgarð sem er á milli húsa.
Viðtal við arkitekt:
Arnar Þór Jónsson arkitekt segir frá árherslum í hönnun húsanna og svæðisins: