Umhverfi

Víðiholt er nálægt grunnþjónustu, s.s. skóla, leikskóla, almenningssamgöngum, íþrótta- og útivistarsvæði og má segja að að hverfið sé sveit í borg þar sem hesthúsahverfið við Breiðumýri þar sem Sóti hestamannfélag hefur aðsetur er í mikilli nálægð.

Íbúðarhús verða haganlega staðsett m.t.t. nærumhverfis, sólar og skjóls.
Umhverfið verður gönguvænt með góðum upplýstum stígum sem tengir byggðina við nærliggjandi byggð og útivistarsvæði.

Hverfið einkennist af gróðri og grænum svæðum sem verða aðgengileg með góðum og öruggum göngutengingum að nálægum leiksvæðum fyrir fjölbreytta útiveru og notkun.

Norðan við íbúðarbyggðina er grænt svæði sem myndar græna umgjörð frá hesthúsabyggð með mön sem aðskilur svæðin.

Við hönnun götu er hugað að aðgerðum til að draga úr ökuhraða, auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda ásamt því að gera umhverfið vistlegt með gróðri.

Ofanvatn verður leitt um svæðið með blágrænum ofanvatnslausnum
Aðkoma að svæðinu er frá Breiðumýri. Svæðið er vel tengt stígakerfi Garðabæjar og hentar því vel fyrir þá sem vilja koma gangandi eða hjólandi

Áhersla er á að byggðin myndi skjólgóð og falleg græn svæði til almennra nota

umhverfi